Aðild

Hér er hægt að sækja um aðild að eftirfarandi samtökum

Velkomin til SI

Hér er sótt um aðild að Samtökum iðnaðarins.

Nánari upplýsingar er að finna á https://www.si.is/starfsemi/adild

Fyrirtæki og sjálfstæðir atvinnurekendur sem starfa í iðnaði eða skyldum greinum geta orðið aðilar að Samtökum iðnaðarins og viðeigandi aðildarfélagi þar sem það á við. Aðild að Samtökum iðnaðarins getur því orðið með tvennum hætti, aðild gegnum aðildarfélag og beinni aðild.

Aðild gegnum aðildarfélög

Fjölmörg aðildarfélög (iðngreina-, meistarafélög og önnur aðildarstamtök) eiga aðild að Samtökum iðnaðarins og þar með félagsmenn þeirra. Fyrirtæki sem heyra undir einstök aðildarfélög sækja um aðild að viðkomandi félagi og verða með þeim hætti aðilar að Samtökum iðnaðarins í samræmi við lög viðkomandi félags.

Auk félagsgjalda til Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins greiða þessi fyrirtæki sérstakt félagsgjald til viðkomandi aðildarfélags.

Bein aðild

Fyrirtæki sem ekki falla undir einstök aðildarfélög innan Samtaka iðnaðarins sækja um sem beinir aðilar að samtökunum. Fyrirtæki sem hyggjast taka þátt í starfi starfsgreinahóps innan SI sækja um beina aðild. Ef meirihluti stjórnar samþykkir inntökubeiðnina tekur aðild þá þegar gildi.

Sótt um aðild að SI

Velkomin til SVÞ

Hér er sótt um aðild að Samtökum verslunar og þjónustu

SVÞ eru málsvari atvinnurekenda í verslunar og þjónustufyrirtækjum. Samtökin vinna að almennum sameiginlegum hagsmunamálum aðildarfyrirtækja og stuðla að framförum í verslun og þjónustu, bættum starfsskilyrðum, aukinni arðsemi og samkeppnishæfni.

Sem hluti af þessu standa samtökin fyrir upplýsingamiðlun bæði innan og utan samtakanna um þau málefni er varðar aðildarfyrirtæki þess, auk þess að standa fyrir fræðsludagskrá fyrir félagsmenn.

Samtökin þjónusta jafnframt aðildarfyrirtæki á sviði kjaramála í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, SA.

Starfsmenn skrifstofunnar sinna margvíslegri þjónustu við félagsmenn. Þjónustan snýr bæði að einstökum aðildarfyrirtækjum svo og starfsgreininni í heild, allt eftir málefnum hverju sinni. Sérhæfðum málum, eins og lögfræðilegum álitamálum um kjarasamninga, er vísað til lögfræðinga Samtaka atvinnulífsins.

Þú getur fengið frekari upplýsingar um aðild hér.

Öll þjónusta er innifalin í félagsgjöldum.

Sótt um aðild að SVÞ

Velkomin til SAF

Hér er sótt um aðild að Samtökum ferðaþjónustunnar

Samtök ferðaþjónustunnar eru öflugur málsvari ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi.

Sterkari saman

SAF gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna gagnvart stjórnvöldum, vinna að því að fyrirtækin búi við samkeppnishæf starfsskilyrði og stuðla að því að ferðaþjónusta á Íslandi grundvallist á virðingu fyrir landi og þjóð. Sameiginlegur árangur byggir á þinni þátttöku.

Sótt um aðild að SAF